Fara í innihald

Vogue

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sienna Miller á forsíðu Vogue árið 2007.

Vogue er tísku- og lífsstílstímarit sem fyrirtækið Condé Nast Publications gefur út á 18 löndum. Í hverri útgáfu Vogue er fjallað um tísku, lífstíl og hönnun. New York Times telur Vogue heimsins áhrifamesta tískutímarit nú til dags.[1] Undanfarin ár er ritstjóri tímaritsins Anna Wintour orðin velþekkt fyrir stjórnunarstíl sinn þannig að bók hefur verið skrifuð um hana að nafni The Devil Wears Prada, sem var gerð að kvikmynd árið 2006.

Forsíða Vogue árið 1917.

Tímaritið var stofnað árið 1892 af Arthur Baldwin Turnure og það var gefið út vikulega. Þegar að hann dó árið 1909 keypti Condé Nast tímaritið og það hófst að vaxa. Fyrsta breyting sem Nast gerði var að tímaritið varð gefið út aðra hverja viku. Á öðrum áratug 20. aldar fór Nast til útlanda. Hann fór til Bretlands og þar stofnaði hann annað Vogue, sem gekk vel. Þá fór hann til Spánar en þar gekk honum ekki svo vel. Síðast fór hann til Frakklands og stofnaði Vogue þar, sem gekk ákaflega vel. Bæði fjöldi ritverka í eigu tímaritsins og hagnaður þess uxu mikið undir stjórn Nasts. Áskriftir stórjukust í Kreppunni miklu og aftur á seinni heimsstyrjöldinni. Á sjöunda áratugnum undir ritsjórn Diönu Vreeland lék Vogue hlutverk í kynferðislegu byltinginni með því að beina sér að samtímatísku og að ræða kynlíf opinberlega. Vogue hélt áfram að gera fyrirsætum að velþekktum stjörnum, þar á meðal Suzy Parker, Twiggy, Jean Shrimpton, Lauren Hutton, Veruschka, Marisa Berenson og Penelope Tree.

Árið 1973 var byrjað á að gefa út Vogue mánaðarlega. Undir Grace Mirabella voru margar ritstjórnar- og stílsbreytingar hjá tímaritinu, sem viðbragð við breytandi bragðskyn markhóps tímaritsins.

Núverandi ritsjóri Vogue er Anna Wintour, sem þekkt er fyrir hárgreiðslu sína og að hún er með sólgleraugu innandyra. Síðan hún tók við stjórn tímaritsins árið 1988 hefur Wintour reyndi að verja orðstír Vogue fyrir þeim annarra tímarita. Til þess að afreka það beindi hún Vogue að nýjum hugmyndum um tísku svo að tímaritið heillaði nýja lesendur. Þannig gat Wintour haldið dreifingu hárri og uppgötvað nýjar tískusveiflur sem lesendur gætu haft efni á. Til dæmis á fyrstu forsíðu Wintours var ísraelska fyrirsætan Michaela Bercu í gallabuxum og jakka eftir Christian Lacroix. Þetta var ólíkt því sem forverar hennar hafði gert, þar sem þau settu nærmynd af andlit konu á forsíðuna.

Nú til dags er Vogue gefið út á eftirfarandi löndum:

Ritstjórar

[breyta | breyta frumkóða]
Land Ritstjóri Byrjaði Lauk við
Bandaríkin Josephine Redding 1892 1901
Marie Harrison 1901 1914
Edna Woolman Chase 1914 1951
Jessica Daves 1952 1963
Diana Vreeland 1963 1971
Grace Mirabella 1971 1988
Anna Wintour 1988 núverandi
Bretland Elspeth Champcommunal 1916 1922
Dorothy Todd 1923 1926
Alison Settle 1926 1934
Elizabeth Penrose 1934 1940
Audrey Withers 1940 1961
Ailsa Garland 1961 1965
Beatrix Miller 1965 1984
Anna Wintour 1985 1987
Liz Tilberis 1988 1992
Alexandra Shulman 1992 núverandi
Frakkland Cosette Vogel 1922 1927
Main Bocher 1927 1929
Michel de Brunhoff 1929 1954
Edmonde Charles-Roux 1954 1966
Francine Crescent 1968 1987
Colombe Pringle 1987 1994
Joan Juliet Buck 1994 2001
Carine Roitfeld 2001 2010
Rússland Aliona Doletskaya 1998 2010
Victoria Davydova 2010 núverandi
  1. Weber, Caroline. „Fashion-Books: Review of "IN VOGUE: The Illustrated History of the World's Most Famous Fashion Magazine (Rizzoli)". New York Times. Sótt 28. január 2007.