Fara í innihald

Eggjastokkar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Eggjastokkur)

Eggjastokkurinn er líffæri sem er hluti af æxlunarfæri kvendýrsins. Eggjastokkurinn er kynkirtill eða mjaðmagrindarhnúður og eru þeir tveir talsins í legi kvendýrsins. Þessir kynkirtlar eru taldir vera “opnir kirtlar”. Kirtlarnir framleiða kynfrumur þ.e eggfrumur. (Louisa Thompson, 2020). Eggjastokkarnir eru möndlulag og aflangir u.þ.b. 2,5-4,5 cm að lengd,  0,5 -1,0 cm að þykkt og tæp 6 grömm að þyngd. Kynkirtlarnir eru starfandi frá kynþroskaaldri (10 -16 ára allt til að tíðarhvörfum kvendýrsins kemur (45 - 50 ára) (Krabbameinsfélag Reykjavíkur, 2011). Eggjastokkurinn hefur teningalag þekju svokallaða spírunarþekju. Undir þessum þekjuvef er heilabörkur, ytra lag og innra lag. Heilabörkurinn samansettur af bandvef en þar eru aflangar frumur og trefjaeyðublöð sem eru byggingareining þess (Louisa Thompson, 2020).

Staðsetning

[breyta | breyta frumkóða]

Eggjastokkurinn eru staðsettir í grindarholinu beggja vegna í legi kvendýrsins. Eggjastokkarnir tengjast leginu með örmjóum sveigjanlegum pípum sem nefnast eggjaleiðarar (Louisa Thompson, 2020).  

Starfsemi líffæris

[breyta | breyta frumkóða]

Eggjastokkarnir gegna því lykilhlutverki að framleiða egg og kynhormóna. Þeir stjórnakynþroska og frjósemi kvendýrsins. Á eggjastokknum eru vökvafylltar blöðrur sem nefnast eggbú. Eggbúið sér um það að mynda hormóna eggjastokksins og að framleiða eggfrumu sem ferðast svo niður frá stokknum gegnum eggjaleiðarann og endar svo í leginu þar sem frógvun getur átt sér stað ef allt er með eðlilegum hætti. Eggjastokkarnir sjá til þess að framleiða eggfrumur ásamt því að framleiða kynhormón. Kynhormón sem hann framleiðir er bæði estrógen og prógesterón. Hormónanir gegna lykilhlutverki í tíðahring og frjósemi kvendýrsins (Louisa Thompson, 2020).

Tíðahringnum er stjórnað af kynstýrihormón sem undirstúka heilans seytir út í tiltekið æðarkerfi og flytur það beint til framhluta heiladingulsins. Við það virkjast heiladingulinn og byrjar að seyta hormónum ESH (kynstýrihormón) og GSH (Gulbússtýrihormón). ESH örvarar eggbúsfrumur sem eru í eggjastokkunum en þær seyta estrógenum út í blóðið, magn þeirra eykst eftir því stærri sem eggbúin er og eggfruman í þeim verður þroskaðari. Þegar estrógen magnið í blóðinu hámarki hefur það þau áhrif á að boðin frá undirstúku heilans dvínar og þar af leiðandi ESH framleiðsla frá heiladingli. Við það eykst þá framleiðsla á GSH. Þetta verður til þess að fyrri hluti tíðahringsins er lokið og egglos verður (Þuríður Þorbjarnardóttir, 2006).

Dæmi um sjúkdóma í eggjastokkum

[breyta | breyta frumkóða]

Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (e.polycyctic ovary syndrom eða PCOS er innkirtlasjúkdómur. Hann lýsir sér þannig að blöður taka á sig mynd á eggjastokkunum og um leið hækka þær magnið af andrógeni í blóði en það veldur truflun á tíðahring. Truflun kemur yfirleitt fram að óregla verðu á egglosi og getur þar af leiðandi valdið minni frjósemi og þá getur kvendýrið átt í erfiðleikum með getnað. Einkenni PCOS eru aukið insúlínónæmi sem eykur líkurnar á sykursýki týpu 2, hækkun á blóðgildum þríglýseríða, óeðlilegur hárvöxtur og offita sem þó er ekki algilt. Talið er að þessi sjúkdómur leggst á allt að 5-12% kvenna (Katla Sigurðardóttir, Rebekka Rós Baldvinsdóttir, Sveinbjörn Gizurarson, 2016).

Endómetríósa er krónískur sjúkdómur sem veldur ýmsum mismikulum áhrifum og einkennum á daglegt líf. Sjúkdómurinn er einnig fjölkerfa og genatískur. Endómetríósa er iðjulega kallaður endó en áður var hann betur þekktur sem legslímuflakk. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum og valda bólgum. Einstaklingur með endó getur því verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði þar sem frumurnar eru. Það getur síðan leitt til samgróninga á milli líffæra og innan kviðarholsins. Algengasti staður þessa legslímuvefs er á eggjastokkum og getur það valdið ófrjósemi. Ein af hverjum tíu þjást af sjúkdómnum (Samtök endómetíósíu, e.d.).

Æxli í eggjastokkum er iðjulega genatískur sjúkdómur sem getur þó átt sér fjölmarga aðra aðdraganda. Sjúkdómurinn kemur til vegna óeðlilegs vaxtar á vef eggjastokks. Í eggjastokkunum getur myndast fjöldin allur af æxlum, ýmist illkynja eða góðkynja. Langflest þeirra eru góðkynja en tíðni illkynja fer hækkandi með hverju aldursári. Fyrr á öldum var þetta algengasta krabbameinið og dróg margar konur til dauða. Tilfellum hefur þó fækkað hvað varðar algengustu illkynja æxlin og verulega hefur dregið úr fjölda þeirra á síðustu árum á Íslandi (Krabbameinsfélag Reykjavíkur, 2011).

.

Katla Sigurðardóttir, Rebekka Rós Baldvinsdóttir, Sveinbjörn Gizurarson. (2016). Metformíngjöf til barnshafandi kvenna með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (PCOS). Ljósmæðrablaðið, 94(2), 26-28. Sótt af https://www.ljosmaedrafelag.is/GetAsset.ashx?id=1619

Krabbameinsfélag Reykjavíkur. 2011. Krabbamein í eggjastokkum. Sótt af https://www.krabb.is/media/baeklingar/eggjastokkakrabb.pdf

Louisa Thompson. (2020, 9. apríl). The ovaries. Sótt af https://teachmeanatomy.info/pelvis/female-reproductive-tract/ovaries/

Samtök endómetíósíu. (e.d.) Hvað er endómetíósía. Sótt af https://endo.is/endometriosa/hvad-er-endometriosa/

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 24. ágúst) Hvað er estrógen og prógesterón og hvaða hlutverki gegna þau?. Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6147

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.