Heiða Björg Hilmisdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir (f. 21. febrúar 1971) er íslensk stjórnmálakona. Hún var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar í febrúar 2017[1], og er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.[2]
Heiða Björg er fædd og uppalin á Akureyri en hefur búið í Reykjavík stærstan hluta ævinnar. Hún er dóttir Hilmis Helgasonar vinnuvélstjóra og Lovísu Snorradóttur sem starfaði í félagslegri heimaþjónustu. Eiginmaður Heiðu er Hrannar B. Arnarsson,[3] fyrrverandi aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra[4].[5]
Starfsferill og Menntun
breytaHeiða Björg er varaformaður Samfylkingarinnar[6] og fyrrverandi formaður kvennahreyfingar flokksins[7]. Áður en Heiða Björg tók sæti í borgarstjórn starfaði hún sem deildarstjóri eldhúss og matsala á Landspítala. [8]Hún var varaformaður MS-félagsins,[9] fyrst varaformaður[10] og svo formaður Norræna MS-ráðsins[11], formaður Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands [12] og er í fulltrúaráði evrópsku næringarráðgjafasamtakanna.[13] Hún hefur víða fjallað um mat og næringu í fjölmiðlum, starfað sem blaðamaður[14],[15] kennt í HÍ[16], gefið út matreiðslubókina Samlokur ásamt Bryndísi Evu Birgisdóttur[17] og samið uppskriftir fyrir bókina Af bestu lyst 4.[18]
Heiða Björg er menntuð sem Næringarrekstrarfræðingur og Næringarráðgjafi frá Gautaborgarháskóla. Með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík og diploma í Jákvæðri sálfræði frá Háskóla Íslands.
Ferill í stjórnmálum
breytaHeiða Björg var formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar 2013 - 2016[19] [20]og formaður Framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar 2016[21] Hún tók sæti í borgarstjórn haustið 2015, þegar Björk Vilhelmsdóttir hætti í stjórnmálum[22], en hún hafði verið fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá kosningum 2014[23]. Heiða Björg var upphafskona þess að stjórnmálakonur sendu frá sér yfirlýsingu „Áskorun til stjórnmálanna í skugga valdsins #metoo“ þar sem 419 stjórnmálakonur skoruðu á stjórnmálin að breytast og útrýma kynbundinni áreitni, ofbeldi og misbeitingu valds innan sinna raða[24]. Fleiri hópar fylgdu svo í kjölfarið.
Heiða Björg hefur verið formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur frá stofnun hennar sem samþykkt var á hátíðarfundi kvenna í borgarstjórn í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þann 31. mars 2015[25][26] og er henni ætlað að takast á við ofbeldi í sinni víðustu mynd – öllu ofbeldi alls staðar. Heiða Björg skipaði annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Borgarstjórnarkosningum 2018[27]og var á fundi borgarstjórnar 19. júní 2019 kosin formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og í Borgarráð Reykjavíkur[28]. Heiða Björg var kjörin varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018[29], hún á sæti í stjórn Félagsbústaða[30] og er varaformaður stjórnar ECAD, European Cities Action Network for Drug Free Societies[31].[32]
Heiða Björg var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar 2017 [33]en flokkurinn var þá nýkominn úr alþingiskosningum þar sem flokkurinn fékk einungis 5,7% atkvæða[34]. Hún hefur tvívegis verið endurkjörin, fyrst 2018 [35]og svo 2020.[36]
Stjórnarstörf
breytaFormaður stjórnar Skógarbæjar Hjúkrunarheimilis[37]
Bjarkarhlíð, í stjórn [38]
Formaður stjórnar Lífeysissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar[39]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ mbl (febrúar 2017). „Heiða Björg varaformaður Samfylkingarinnar“. mbl. Sótt apríl 2021.
- ↑ „Borgafulltrúar“. Reykjavíkurborg. júní 2018. Sótt apríl 2021.
- ↑ „Heiða Björg Hilmisdóttir“. Reykjavíkurborg. júní 2018. Sótt apríl 2021.
- ↑ mbl (júní 2007). „Hrannar aðstoðar Jóhönnu“. Morgunblaðið. Sótt apríl 2021.
- ↑ Hrannar B. Arnarsson (september 2009). „Forsætisráðherra og fjölmiðlar“. Morgunblaðið. Sótt apríl 2021.
- ↑ mbl (nóvember 202ö). „Heiða Björg lagði Helgu Völu“. mbl.is. Sótt apríl 2021.
- ↑ Þorgerður Jóhannsdóttir (júní 2013). „Heiða tekur við formennsku“. Þorgerður Jóhannsdóttir. Sótt apríl 2021.
- ↑ Október 2005, 1.tbl. 17.árg. Bls. 14. (oktober 2005). „Næringarfræðin tengd við mat og matargerð Rætt við Heiðu Björgu Hilmisdóttur“. Matur er mannsins megin. Sótt apríl 2021.
- ↑ Páll Kristinn Pálsson (febrúar 2018). „Þurfum að ná enn betur til alls almennings“ (PDF). MS blaðið. Sótt apríl 2021.
- ↑ Bergþóra Bergsdóttir (mai 2014). „HEIÐA BJÖRG NÝR VARAFORMAÐUR NMSR“. MS félag íslands. Sótt apríl 2021.
- ↑ BB (september 2016). „ÍSLAND MEÐ FORMENNSKU Í NMSR“. MS félag íslands. Sótt apríl 2021.
- ↑ Matvæla og næringarfræðafélag íslands (október 2004). „Matur er mannsins megin“ (PDF). Matvæla og næringarfræðafélag íslands. Sótt apríl 2021.
- ↑ Matvæla og nærinagrfræðafélag íslands (oktober 2018). „Stjórn og nefndir MNÍ“. mni.is. Sótt apríl 2020.
- ↑ Heiða Björg Hilmisdóttir (október 2007). „greinar í þessu blaði til dæmis“. Morgunblaðið. Sótt apríl 2021.
- ↑ Heiða Björg Hilmisdóttir m.m (2005). „M - tímarit um mat og vín“. Morgunblaðið. Sótt apríl 2021.
- ↑ UGLA - innri vefur (september 2009). „Kennsluskrá 2009 - 2010 - GSF327G Heilsufæði“. HÁSKÓLI ÍSLANDS. Sótt apríl 2021.
- ↑ Sunnudagsblað, 7. september 2003 (september 2003). „Samlokur með stæl“. Morgunblaðið. Sótt apríl 2021.
- ↑ Heiða Björg Hilmisdóttir (október 2014). „Af bestu lyst 4 komin út“. Forlagið.
- ↑ KÁRI GYLFASON (juni 2016). „Nýtt fólk í stjórn Samfylkingarinnar“. RUV. Sótt apríl 2021.
- ↑ mbl (Innlent | mbl | 25.9.2016 | 15:45 2016). „Steinunn Ýr formaður Kvennahreyfingarinnar“. Morgunblaðið. Sótt apríl 2021.
- ↑ Fréttastofa RÚV (juni 2016). „Frétt af landsfundi Samfylkingar 2016“. RUV. Sótt apríl 2021.
- ↑ Ritstjórn Kjarnans (11. september 2015). „Björk Vilhelmsdóttir hættir í stjórnmálum“. Kjarninn. Sótt apríl 2021.
- ↑ „fundargerð Borgarstjórnar“ (PDF). Reykjavík. júní 2014. Sótt apríl 2021.
- ↑ „Stjórnmálin virka ekki án radda kvenna“. Innlent | mbl | 3.3.2018 | 14:24 | Uppfært 4.3.2018 19:49. mars 2018. Sótt apríl 2021.
- ↑ mbl (mars 2015). „Vilhelmína Lever kaus fyrst árið 1863“. Innlent | mbl | 31.3.2015 | 15:45. Sótt apríl 2021.
- ↑ Helga Björk Laxdal (nóvember 2015). „OFBELDISVARNARNEFND - Ár 2015, mánudaginn 9. nóvember, var haldinn 1. fundur ofbeldisvarnarnefndar“ (PDF). Reykjavik. Sótt apríl 2021.
- ↑ xs.is (24. feb. 2018). „Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar“. Samfylkingin. Sótt apríl 2021.
- ↑ Helga Björk Laxdal (júní 2018). „B O R G A R S T J Ó R N Ár 2018, þriðjudaginn 19. júní“ (PDF). Reykjavík. Sótt apríl 2021.
- ↑ Samband íslenskra sveitarfélaga 2019/2 (febrúar 2019). „Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga“ (PDF). Samband íslenskra sveitarfélaga 2019/2. Sótt apríl 2021.
- ↑ Reykjavík (júní 2018). „Stjórn Félagsbústaða“. Reykjavik. Sótt apríl 2021.
- ↑ HEIÐA BJÖRG HILMISDÓTTIR, VICE CHAIRMAN ICELAND (mai 2018). „WFAD ECAD Göteborg 2018“. WFAD ECAD Göteborg 2018. Sótt apríl 2021.
- ↑ ECAD. „Executive Board“. ECAD.
- ↑ Innlent | mbl | 4.2.2017 | 14:29 (febrúar 2017). „Heiða Björg varaformaður Samfylkingarinnar“. Morgunblaðið. Sótt apríl 2021.
- ↑ Hagtíðindi (desember 2016). „Alþingiskosningar 29. október 2016“ (PDF). Hagstofa Íslands. Sótt apríl 2021.
- ↑ Samfylkingin (mars 2018). „Heiða Björg endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar“. Samfylkingin. Sótt apríl 2021.
- ↑ Innlent | mbl | 7.11.2020 | 11:44 | Uppfært 12:43 (nóvember 2020). „„Bjartir tímar fram undan"“. Morgunblaðið. Sótt apríl 2021.
- ↑ Skógarbær. „Stjórn Skógarbær - hjúkrunarheimili“. Skógarbær. Sótt apríl 2021.
- ↑ Bjarkarhlíð (mai 2020). „STJÓRNARMENN Í BJARKARHLÍГ. Bjarkarhlíð. Sótt apríl 2021.
- ↑ Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar (júlí 2018). „Heiða Björg Hilmisdóttir formaður stjórnar“. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar. Sótt apríl 2021.
- ↑ ritstjorn@vb.is (ágúst 2016). „Viðskiptablaðið“. Viðskiptablaðið. Sótt apríl 2021.
- ↑ Ástríður Þórðardóttir fjármálastjóri (ágúst 2016). „fundargerð stjórnar Strætó“ (PDF). Strætó. Sótt apríl 2021.